Mikið er í húfi ef eitthvað fer úrskeiðis í bústaðnum eða á heimilinu þegar fólk fer í frí. Ef brugðist er við í tíma er oft hægt að koma í veg fyrir slys eða skaða og með því sparað háar fjárhæðir.
Eftirlitsmyndavélar okkar sem senda skilaboð í farsíma og á netfang í tölvu er ódýr valkostur og henta vel til öryggisgæslu í sumarhúsum, en einnig fyrir heimili og fyrirtæki. Rafeindir og tæki selja og setja upp öryggismyndavélar. Eftirlitsmyndavélar okkar eru ekki fyrirferðamikilar og er komið fyrir þar sem hún hefur góða yfirsýn. Úr henni eru bæði send SMS skilaboð og myndir.
Eftirlitsmyndavélin lætur vita þegar skynjari nemur hreyfingu og sendir mynd, auk þess sem notandi getur alltaf pantað mynd og einnig er hægt að hlusta með því að hringja í eftirlitsmyndavélina og greina hljóð. Það getur komið sér vel ef maður óttast um húsið í ofsaveðri og vill vita hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis. Svo getur maður einnig beðið um hitastig með SMS-boðum.“ Með skynjurum virkar vélin sem ágæt þjófavörn, t.d. með hurðarnemum á útihurðir og hreyfiskynjara á gang eða stofu ef einhver færi inn um glugga hússins. Ótal gagnlegir möguleikar Hægt er að tengja allt að 15 skynjara við vélina. Allt kerfið er þráðlaust og forritað undir nafni þannig að notandi veit hvaðan boðin koma. „Möguleikarnir eru margir og hægt er að láta vélina stýra ýmsum hlutum eins og að kveikja ljós, breyta hita, láta renna í pottinn og fleira. Er þetta allt gert með SMS boðum,
Með því að setja hitaskynjara í gang er hægt að vakta hita og vélin gefur skilaboð ef hann fer yfir eða undir sett mörk. Vélin getur látið vita með SMS-skilaboðum ef rafmagn fer af og kemur á. Svo er got að setja upp einn eða tvo reykskynjara til öryggis ef eldur kemur upp. Tvær fjarstýringar fylgja með vélinni til að setja hana á vörð og taka af verði. Í fjarstýringu er einnig neyðarhnappur og ef ýtt er á hann hringir vélin í neyðarnúmer sem forritað er í hana. Hægt er að setja vél á vörð og taka af verði með SMS-boðum frá síma. Myndavélin er með innrauðum geisla og getur því tekið skýrar myndir í myrkri. Sjónvídd myndavélar er 70°.
Hægt er að tengja við hana blikkljós og sírenu. Myndavélin er eina tækið sem tengist rafmagni. Hún hefur innbyggða rafhlöðu sem endist í um 19 klukkutíma. Í boði er vatnsskynjari sem sendir boð í vélina og getur einnig sett dælu í gang ef það á við. Til þægindaauka er hægt kveikja ljós og láta renna í heita pottinn með fjarstýr.um boðum. Svo er vöktun á hitastigi í heita pottinum möguleg, einnig á raka í lofti og vatns.rýstingi sem getur afstýrt skaða ef eitthvað fer úrskeiðis í vatnslögnum. Hita stýring og endurræsing GSM-stýrðan rafmagnstengil sem hægt er að kveikja á eða slökkva með SMS skilaboðum.
Möguleiki er að stýra ýmsum hlutum, eins og hita í bústaðnum. Búnaðurinn sendir skilaboð ef hitinn verður óeðlilega hár eða lágur og virkar einnig sem hitastillir.“ það er sannarlega þægilegt þegar maður kýs að hafa lágmarkshitun og kynda þannig að hann verði notalegur þegar maður kemur á staðinn. fiessi búnaður lætur vita ef rafmagn fer af og kemur aftur á. Notandi getur stillt hitann með GSM-boðum frá síma. Hægt er að stilla hita allt frá ókyntu til stofuhita. þegar komið er í bústaðinn er búnaðurinn settur á handvirkt. fiegar bústaðurinn er yfirgefinn er hitastýringin sett á.“ þessi búnaður tengist segulliða sem settur er í rafmagnstöflu. Fjöldi segulliða ræðst af fjölda öryggja sem rafmagnsofnar eru á.